
Supership
Supership er öflug rafræn auðkenningarlausn sem umbreytir afhendingarferli fyrirtækja. Með tveggja þátta staðfestingu, þar sem bæði móttakandi og sendandi undirrita rafrænt til að staðfesta afhendingu, tryggir Supership örugga og áreiðanlega skráningu allra sendinga. Hafðu gögnin við hendina þegar á reynir.

Superforms
Superforms er einfalt og öflugt kerfi til að búa til, dreifa og vinna úr rafrænum könnunum og kosningum, sem tryggir þér áreiðanlegar niðurstöður fljótt og örugglega. Með Superforms getur þú sent rafrænar kosningar, fylgst með svörum, sett upp og fengið niðurstöður í PDF- eða Excel-skjal. Þátttakendur geta kosið í gegnum tölvu eða snjalltæki - allt á þægilegan hátt. Superforms er tilvalið fyrir þá sem vilja einfalda ferlið og ná betri árangri í könnunum og kosningum.

Superdash
Superdash er hraðvirkt og einfalt afgreiðslukerfi fyrir WooCommerce sem tengir netverslanir við dk bókhald, Dropp og Póstinn. Lausnin okkar er hönnuð til að gera pöntunarflæði skilvirkara með sjálfvirkum tengingum og öflugri leitarvél. Notendur geta einbeitt sér að afgreiðslunni án þess að þurfa að sinna vörustjórnun. Með Superdash færðu alla pöntunarvinnslu á einum stað og tryggir að ferlið gangi hratt og áreiðanlega fyrir sig.

Supermeals
Supermeals er nútímalegt kerfi sem auðveldar veitingastöðum og fyrirtækjum að halda utan um máltíðapantanir á einfaldan hátt. Fyrirtæki geta pantað máltíðir fyrir starfsfólk, fylgst með pöntunum og fengið góða yfirsýn yfir kostnað. Veitingastaðir geta skipulagt matseðla og fylgst með sundurliðun pantana. Supermeals einfaldar ferlið við máltíðapantanir og dregur úr mistökum í utanumhaldi.